Elísabet Björgvinsdóttir nýr forstöðulæknir á Bráðamóttöku SAk

Elísabet Björgvinsdóttir nýr forstöðulæknir á Bráðamóttöku SAk

Elísabet Björgvinsdóttir hefur verið skipuð tímabundið í stöðu forstöðulæknis Bráðamóttökunnar á Sjúkrahússins á Akureyri frá 1. maí 2025.

Hún hefur starfað sem sérfræðingur í bæklunarskurðlækningum frá 2018, með sérfræðipróf í greininni frá Svíþjóð og hefur gegnt starfi forstöðulæknis bæklunarskurðlækninga SAK frá því í mars 2023 sem hún mun sinna áfram samhliða nýju starfi.

„Ég er þakklát fyrir traustið og hlakka til að takast á við þetta mikilvæga hlutverk. Bráðamóttakan gegnir lykilhlutverki í þjónustu SAk og ég mun leggja mig fram um að styðja við áframhaldandi þróun hennar, í góðu samstarfi við öflugt starfsfólk deildarinnar,“ segir Elísabet í tilkynningu frá Sjúkrahúsinu á Akureyri.

COMMENTS