Emmsjé Gauti sendir frá sér myndband við nýtt lag – myndband

Gauti og Dóri DNA

Gauti og Dóri DNA

Rapparinn góðkunni Emmsjé Gauti sendir í dag frá sér nýtt og ferskt myndband við lagið Svona er þetta. Lagið er af plötunni Sautjándi nóvember sem kom út fyrir skemmstu.

Senuþjófur myndbandsins er án efa rapparinn góðkunni Dóri DNA en hann fer hreinlega á kostum í myndbandinu.

Einvalalið kom að gerð myndbandins en leikstjórn & framleiðsla var í höndum Magnúsar Leifssonar. Árni Filippusson skaut myndbandið og Guðlaugur Andri Eyþórsson sá um klippingu.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó