Gæludýr.is

Endurgreiðsla á fjórum ferðum vegna heilbrigðisþjónustu innanlands

Endurgreiðsla á fjórum ferðum vegna heilbrigðisþjónustu innanlands

Í byrjun árs voru ferðirnar tvær, síðan þrjár og nú hefur fjórða ferðin bæst við. Reglugerð heilbrigðisráðherra, Willums Þórs Þórssonar, sem kveður á að almennur réttur fólks til þess að fá endurgreiddan ferðakostnað þurfi það að sækja sér heilbrigðisþjónustu utan heimabyggðar séu nú fjórar ferðir á ári. Reglugerðin tók gildi þann 1. júlí. Einnig segir á vef sjórnarráðsins:

„Þetta er mikilvægt byggðamál sem styður jafnframt það grundvallarmarkmið heilbrigðisstefnu að bæta og jafna aðgengi landsmanna að heilbrigðisþjónustu, óháð búsetu og efnahag“ segir Willum Þór Þórsson.

Samhliða fjölgun endurgreiddra ferða hefur umsóknarferli Sjúkratrygginga í tengslum við endurgreiðslu ferðakostnaðar verið einfaldað. Til þessa hefur þurft að skila inn læknisvottorði vegna endurgreiðslu ferðakostnaðar en með breytingunni er sú skylda felld niður, svo nú þarf ekki læknisvottorð fyrir endurgreiðslu kostnaðar vegna fjögurra ferða á ári. Sjúkratryggðir einstaklingar þurfa nú eingöngu að leggja fram kvittanir fyrir ferðakostnaði til Sjúkratrygginga og staðfestingu á komu ef um komu á sjúkrahús eða heilbrigðisstofnun er um að ræða. Áfram þarf þó að skila inn læknisvottorði þegar um er að ræða ítrekaðar ferðir vegna alvarlegra sjúkdóma, sbr. 3. og 6. gr. reglugerðarinnar.

Réttur til endurgreiðslu ferðakostnaðar nær til sjúkratryggðra einstaklinga vegna nauðsynlegra ferða eftir þjónustu sem ekki er fyrir hendi í heimabyggð og vegalengd milli staða er 20 km. eða lengri.

UMMÆLI

Sambíó