Endurskoða lausagöngu katta á Akureyri

Endurskoða lausagöngu katta á Akureyri

Umhverfis- og mannvirkjaráð Akureyrarbæjar samþykkti nýverið að endurskoða reglurnar varðandi lausagöngu katta á Akureyri. Markmiðið er að takmarka lausagöngu að einhverju leyti en Akureyrarbæ hefur borist kvartanir vegna lausagöngu þeirra. Þá segir í kvörtunum að kettirnir geri þarfir sínar í görðum íbúa og ógni fuglalífi.

Hunda- og kattaeign á Akureyri er sífellt að fjölga en sækja þarf um sérstakt leyfi hjá bænum fyrir hunda- og kattahaldi. Því miður virðist sem ekki allir skrái dýrin sín því ekki eru skráðir nema 520 hundar og 165 kettir á Akureyri. Í fyrra voru aðeins 69 hundar skráðir og sautján kettir, í samanburði við 54 hunda og tíu ketti árið 2017. Rúv greinir fyrst frá.

Innilokun katta gæti valdið hegðunarvandamálum

Helga Berglind Ragnarsdóttir, dýralæknir hjá Dýralæknaþjónustu Eyjafjarðar, segir í samtali við Rúv um málið að hún skilji bæði sjónarmið kattareigenda sem vilja ekki þessa takmörkun og þeirra íbúa sem hafa kvartað undan köttum til bæjarins.

Hún setur þó spurningarmerki við að skerða frelsi katta sem eru vanir að ganga lausir, að þeir þurfi mun meira frelsi en hundarnir og séu vanir að vera frjálsir. Þó auðvitað er það leiðinlegt að kettir skuli skíta í garða hjá öðrum. . „Það hefur náttúrulega bara áhrif á hegðun og hann getur fengið mikið hegðunarvandamál að vera allt í einu lokaður inni. En það að temja kött að vera alltaf inni, það er önnur saga, þannig að þetta er bæði jákvætt og neikvætt,“ segir Helga Berglind í samtali við Rúv.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó