Prenthaus

Engin gaman ferð hjá Þór á Gaman ferða völlinn

 

Í gær áttust Þór og Haukar við í 15. umferð Inkasso-deildarinnar á Gaman ferða velllinum í Hafnarfyrði. Þórsarar hafa verið á frábæru skriði í deildinni og komu inn í leikinn taplausir í síðustu 6 leikjum.

Jafnræði var með liðunum stærstan hluta leiksins en tvö mörk frá Björgvini Stefánssyni á  77. og 88. mínútu tryggðu Haukum stigin 3.

Úrslitin þýða það að Haukar fara upp fyrir Þórsara í 4. sæti deildarinnar en ljóst er að hörð barátta er framundan um efstu 2 sætin sem tryggja þátttöku í Pepsi-deildinni næsta sumar.

Næsti leikur Þórs er heimaleikur gegn ÍR þann 11. ágúst.

UMMÆLI

Sambíó