Prenthaus

Engin útbreiðsla frá þremur smitum á Sjúkrahúsinu á Akureyri

Engin útbreiðsla frá þremur smitum á Sjúkrahúsinu á Akureyri

Þrír starfsmenn Sjúkrahússins á Akureyri hafa sýkst af kórónuveirunni í núverandi bylgju. Smitin hafa hins vegar ekki haft mikil áhrif á starfsemina og starfsmennirnir ekki smitað út frá sér. Þetta kemur fram á vef fréttastofu RÚV.

Smitin komu upp á geðdeild sjúkrahússins og á Kristnesi. Sigurður E. Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga, segir í samtali við fréttastofu RÚV að einn starfsmannanna þriggja sem greindust hafi verið í sumarfríi en hinir hafi verið í vinnu. Enginn af þeim sýktu hafi smitað út frá sér. Sigurður segir að það hafi þó þurft að láta einhverja starfsemi bíða meðan á sóttkví starfsmanna stóð en áhrifin hafi ekki verið mikil á heildarstarfsemina.

„Það var gripið strax til viðeigandi ráðstafana og þeir sem þurftu að fara í sóttkví fóru í sóttkví. Þeir hafa ekki smitast við störf og eins og staðan er í dag hafa þeir ekki smitað neina aðra, hvorki aðra starfsmenn eða sjúklinga,“ segir Sigurður í samtali við RÚV.
  

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó