Færeyjar 2024

Erlendum íbúum fjölgar ört

Akureyrarbær tók við 23 flóttamönnum frá Sýrlandi í janúar 2016 og því skýrist fjölgunin einungis að hluta vegna þess verkefnis.

Erlendum íbúum á Norðurlandi Eysta fjölgar ört  og miklar breytingar hafa átt sér stað. Þann 1.janúar 2017 voru erlendir íbúar búsettir á Akureyrir einungis 3,4% íbúa en í lok þriðja ársfjórðungs ársins 2017 voru 4% íbúa af erlendu bergi brotnir. Þetta kemur fram í skýrslu Íslandsbanka um stöðuna á fasteignamarkaði og fólksfjölgunar á Akureyri.

Þá hefur fólki með erlent ríkisfang fjölgað um allt að 23% frá árinu 2016 til 2017, nánar til getið úr 600 í 740 manns. Þess má geta í þessu samhengi að Akureyrarbær tók við 23 flóttamönnum frá Sýrlandi í janúar 2016 og því skýrist fjölgunin einungis að hluta vegna þess verkefnis.

Sambíó

UMMÆLI