Erlendur ferðamaður í einangrun á Akureyri vegna smits

Erlendur ferðamaður í einangrun á Akureyri vegna smits

Í gær greindist erlendur ferðamaður með staðfest smit af COVID-19. Hann átti leið um norðurland með fjölskyldu sinni og er í einangrun á Akureyri og fjölskylda hans í sóttkví. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. Á þessari stundu hefur lögreglan ekki frekari upplýsingar um ferðir mannsins.

Á vef Rúv segir að fjölskyldan hafði ekki dvalið á Akureyri áður en smitið kom upp.
Lögreglan ítrekar fyrir fólki að halda uppi virkum smitvörnum, þvo og spritta hendur, halda 2 metra fjarlægð og forðast mannmergð.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó