Prenthaus

Eru eldri borgarar ekki að fá nóg að borða?

Sviðakjammi.

Á síðasta fundi Velferðarráðs Akureyrarbæjar var eitt fundarefnið næring aldraðra á Akureyri. Það hefur verið hávær umræða í samfélaginu upp á síðkastið um að eldri borgarar séu ekki að fá nógu góðan né næringarríkan mat. Þá hafa bæði aðstandendur, sem og heilbrigðisstarfsmenn, ýmist stigið fram í fjölmiðlum og tjáð sig um misslæmt ástand matar og næringar fyrir eldri borgara.

Velferðarráð samþykkti á fundinum að starfshópur yrði skipaður sem kannaði næringu eldri borgara nánar, með hliðsjón af ákvæðum laga.
Þetta segir í fundargerð velferðarráðs á heimasíðu Akureyrarbæjar.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó