Origo Akureyri

Eyrún Lilja er Ungskáld Akureyrar 2023

Eyrún Lilja er Ungskáld Akureyrar 2023

Úrslit í ritlistakeppni Ungskálda 2022 voru kunngjörð á Amtsbókasafninu í gær. Fyrstu verðlaun hlaut Eyrún Lilja Aradóttir fyrir verkið Að drepa ömmu 101.

Alls bárust 46 verk í keppnina frá 27 þátttakendum. Úrslit voru sem hér segir (smellið á titlana til að lesa verkin):

  1. sæti: Eyrún Lilja Aradóttir með verkið Að drepa ömmu 101
  2. sæti: Þorbjörg Þóroddsdóttir með verkið Ég get ekki talað um hafið á ensku
  3. sæti: Þorbjörg Þóroddsdóttir með verkið Völundarhús væntinga

Í dómnefndinni sátu Finnur Friðriksson, dósent við Háskólann á Akureyri, Rakel Hinriksdóttir, listamaður og skáld, og Sigríður Albertsdóttir, kennari við Verkmenntaskólann á Akureyri.

Þetta er 11. árið sem Ungskáldaverkefnið er starfrækt og hefur verkefnið vaxið og dafnað með hverju árinu. Á þessu ári hafa verið tvö ritlistakvöld með frábærum leiðbeinendum. Í mars var ritlistakvöld með Svavari Knúti og nú í október með Yrsu Sigurðardóttur, bæði kvöldin hafa ungmenni sótt sér að kostnaðarlausu.

Við athöfnina á Amtsbókasafninu lék Helga Björg Kjartansdóttir á víólu.

Í nefnd Ungskálda eru fulltrúar frá Akureyrarstofu, Verkmenntaskólanum á Akureyri, Menntaskólanum á Akureyri, Ungmennahúsinu í Rósenborg og Amtbókasafninu.

Verkefnið er styrkt af Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra og Akureyrarbæ.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó