Facebookhópurinn Matargjafir aðstoðar fólk fyrir jólin – Hjálpuðu 79 fjölskyldum í fyrraMynd: Linda Ólafsdóttir / Facebook:Allt sem ég sé

Facebookhópurinn Matargjafir aðstoðar fólk fyrir jólin – Hjálpuðu 79 fjölskyldum í fyrra

Facebook-hópurinn Matargjafir Akureyri og nágrenni er hópur gerður í þeim tilgangi að hjálpa fjölskyldum sem hafa lítið milli handanna um jólin. Það eru þær Sunna Ósk og Sigrún Steinarsdóttir sem halda úti síðunni og sjá um að taka á móti framlögum og dreifa til þeirra sem eiga lítið yfir hátíðarnar.

Fólk getur ýmist lagt málefninu lið með því að gefa mat, gjafabréf í matvöruverslanir eða lagt inn á matargjafareikninginn. Tæplega 1700 meðlimir eru þegar skráðir í hópinn en hann var stofnaður fyrir fjórum árum síðan og hefur á þessum tíma aðstoðað margar fjölskyldur yfir hátíðirnar. Fyrir jólin í fyrra voru 79 fjölskyldur aðstoðaðar með þessu framtaki.
Reiknisnúmerið á matargjafareikningum er:
1187 -05-250899 og kennitala 6701170300

Fjölmargir setja inn á hópinn og bjóða fram aðstoð sína en því miður eru margir í neyð og því vantar alltaf fleiri sjálfboðaliða. Hér að neðan má sjá tilkynningu frá stjórnendum síðunnar:

,,Jæja elskurnar, nú fer senn að líða að jólum og erum við Sunna Ósk og Sigrún farnar að taka niður nöfn þeirra sem þurfa á aðstoð að halda. Fyrir jólin í fyrra aðstoðuðum við 79 fjölskyldur þar sem meðalfjöldi í hverri fjölskyldu voru 4 einstaklingar. Við vonum að þið aðstoðið okkur fyrir jólin. Við höfum alltaf getað stólað á ykkur og gætum þetta ekki án ykkar aðstoðar. Þeir sem þurfa aðstoð eða ef þið vitið um fjölskyldur sem eru í vanda endilega hafið samband við okkur sem fyrst. Kærleiksknús.“

Vilt þú leggja málefninu lið? Þú getur skráð þig í facebook-hópinn hér. 

UMMÆLI

Sambíó