Orkusalan tekur við sölu á rafmagni af Fallorku

Orkusalan tekur við sölu á rafmagni af Fallorku

Fallorka hefur hætt sölu á rafmagni og gert samning við Orkusöluna. Orkusalan mun kaupa alla raforku sem Fallorka framleiðir í virkjunum sínum.

1.júlí 2025 gerðu Fallorka og Orkusalan samning um að Orkusalan selji viðskiptavinum Fallorku raforku á hagstæðum kjörum. Á heimasíðu Fallorku segir að viðskiptavinir verði ekki fyrir óþægindum við breytingarnar og hafi áfram gott aðgengi að söluaðila rafmagns. 

„Fallorka hefur undanfarin ár átt undir högg að sækja í harðnandi samkeppni á raforkumarkaði og hefur rekstur sölusviðsins verið óhagkvæmur vegna smæðar. Með því að hætta rekstri sölusviðs Fallorku getur félagið einbeitt sér enn frekar að uppbyggingu og rekstri vatnsaflsvirkjana sinna,“ segir á vef Fallorku.

Viðskiptavinir fá áfram rafmagn úr heimabyggð hjá Orkusölunni en nauðsynlegt er að skrá sig í viðskipti. Það tekur um 1 til 2 mínútur. Í kjölfar ofangreindra breytinga er nauðsynlegt að skrá sig
í viðskipti hjá söluaðila rafmagns fyrir 10. desember.

Orkusalan framleiðir og selur rafmagn, rekur sex vatnsaflsvirkjanir um allt land og er með starfsstöð á Akureyri. Orkusalan er í eigu Rarik ohf. sem er opinbert hlutafélag í eigu ríkisins. Einstaklingar á dreifiveitusvæði Norðurorku fá áfram reikning frá þeim fyrir dreifingu rafmagns.

Nánari upplýsingar má finna á vef Orkusölunnar með því að smella hér.

COMMENTS