KIA

Fékk ekki að fara með sprengjur í flug

Mynd tekin á leiksýningunni Sjeikspír eins og hann leggur sig.

Ónefndur starfsmaður Menningarfélags Akureyrar átti leið í höfuðborgina nýverið. Aðstandendur leikverksins Sjeikspír eins og hann leggur sig!, sem er sýnt í Samkomuhúsinu þessa dagana, sáu sér leik á borði og báðu starfsmanninn að taka með sér norður birgðir af ýmsum varningi sem þurfti fyrir sýninguna. Starfsmaðurinn sótti varninginn á tvo staði. Á þeim fyrri var honum tjáð að pallíetturnar sem hann keypti mætti ekki taka með í flug og það borgaði sig því að senda þær norður með pósti. Á seinni staðnum var hins vegar ekkert talað sérstaklega um flugferðalög og þannig atvikaðist það að starfsmaðurinn var stöðvaður á leiðinni út í flugvél með fulla haldapoka af silly string brúsum og partýSPRENGJUM.  Að sjálfsögðu voru sprengjurnar og brúsarnir teknir af starfsmanninum áður en honum var hleypt í flug. Sem betur fer tókst að fá góssið leyst úr haldi og sent norður, svo áhorfendur Sjeikspír eins og hann leggur sig! mega áfram eiga von á miklu fjöri á sýningum.

Myndband sem var tekið upp á æfingu verksins, þar sem Benedikt Karl Gröndal leikari þurfti að taka hlé sökum hláturs áhorfenda, fór á mikið flug um daginn en það bendir einmitt til þess að áhorfendur megi búast við því að springa úr hlátri. Hér að neðan má sjá myndbandið.

 

UMMÆLI

Sambíó