Prenthaus

Fimm úr KA í úrtakshóp U17

Úrtakshópurinn í U17 landsliði stúlkna í blaki.

Þjálfarateymi U17 stúlkna hefur valið 17 stúlkur í úrtakshóp í unglingalandslið U17 sem fer til Tékklands í byrjun janúar í Evrópumót í blaki.

Af þessum 17 stúlkum eru fimm 14 og 15 ára stúlkur frá KA. Það eru þær Sóley Karlsdóttir, Ninna Rún Vésteinsdóttir, Jóna Margrét Arnarsdóttir, Bríet Ýr Gunnarsdóttir og Andrea Þorvaldsdóttir.

U17 ára liðið er skipað leikmönnum fæddir 2002 og síðar en leikið er í riðlum í 2. umferð. Í riðli Íslands eru lið Spánar, Slóveníu og Tékklands.

UMMÆLI