Fjögurra tíma seinkun á flugi til Akureyrar

Fjögurra tíma seinkun á flugi til Akureyrar

Í morgun varð fjögurra tíma seinkun á flugi frá Reykjavík til Akureyrar svo að áhöfnin gæti fengið hvíld. Stór hluti flugmanna flugfélags Íslands er staddur erlendis að þjálfa nýja flugmenn fyrir sumarið og því var ekki hægt að kalla út aðra áhöfn. Þetta hefur Rúv eftir Árna Gunnarssyni, framkvæmdarstjóra Flugfélags Íslands.

Mikið ósætti hefur gert var við sig meðal farþega í morgun vegna seinkun vélarinnar en Árni Gunnarsson segir þessar aðstæður vera beina afleiðingu af því að vélin bilaði í gær á Keflavíkurflugvelli og því var áhöfnin komin heim mun seinna en áætlað var. Hann segir það nauðsynlegt að áhöfnin fái lögbundinn hvíldartíma og í þessu einstaka tilfelli hafi ekki verið hægt að kalla út varaáhöfn.

UMMÆLI

Sambíó