Fjórir slasaðir eftir árekstur í Ljósavatnsskarði

Fjórir slasaðir eftir árekstur í Ljósavatnsskarði

Fjórir voru fluttir á sjúkrahúsið á Akureyri eftir harðan árekstur tveggja fólksbíla í Ljósavatnsskarði á fjórða tímanum í dag, þar af tveir alvarlega slasaðir en þó ekki taldir í lífshættu.

Áreksturinn átti sér stað við bæinn Háls og var veginum lokað í rúmar tvær klukkustundir eftir slysið.

Beita þurfti klippum til að ná ökumanni annars bílsins út.

Sambíó

UMMÆLI