Fleiri bera lítið traust til fjölmiðla

a-blod

DV, Morgunblaðið og Fréttablaðið

Fleiri bera lítið traust til fjölmiðla í dag heldur en fyrir tveimur árum síðan. Þetta sýnir könnun MMR á trausti til fjölmiðla sem gerð var nú í desember síðastliðinn.

Eins og áður í könnunum sem þessum þá báru flestir svarendur mikið traust til Fréttastofu RÚV (69%) og ruv.is (67%). Morgunblaðið og mbl.is virðist vera sá miðill sem stendur RÚV næst þegar kemur að trausti. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 41% bera mikið traust til mbl.is.

Traust til mbl.is hefur þó dregist nokkuð töluvert saman frá könnun sem gerð var í lok árs árs 2013. Þá sögðust 50% aðspurðra bera mikið traust til mbl.is.

Af þeim sem tóku afstöðu í könnuninni sögðust 33% bera mikið traust til visir.is, næstir á eftir þeim kemur svo kjarninn.is en 31% sögðust bera mikið traust til þeirra. Þá sögðust 28% bera mikið traust til vefsíðunnar stundin.is.

DV og DV.is koma áberandi verst útúr könnuninni en 7% svarenda sögðust bera mikið traust til DV og 8% til dv.is

Sambíó

UMMÆLI