Prenthaus

Innanlandsflug gæti lækkað um helming – Skoða niðurgreiðslu fyrir íbúa landsbyggðarinnarAkureyrarflugvöllur. Mynd: Hörður Geirsson.

Innanlandsflug gæti lækkað um helming – Skoða niðurgreiðslu fyrir íbúa landsbyggðarinnar

Mannlíf greindi frá því í sínu síðasta tölublaði að verið sé að skoða noðurgreiðslu innanlandsflugs fyrir íbúa á landsbyggðinni. Undir landsbyggðina flokkast „afskekkt svæðis landsins“ þar með talið Akureyri og aðrir dreifbýliskjarnar og myndu þá allt að 60 þúsund manns njóta slíkra niðurgreiðslna.

Starfshópur undir formennsku Njáls Trausta Friðbertssonar, þingmanns aSjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi, skilaði á dögunum af sér skýrslu undir heitinu „Uppbygging flugvallakerfisins og efling innanlandsflugsins sem almenningssamgangna“. Í skýrslunni fjalla þau um hvernig best væri að standa ð viðhaldi og nýframkvæmdum á flugvöllum landsins og hvernig mætti bæta aðgengi íbúa landsbyggðarinnar á miðlægri þjónustu höfuðborgarinnar.

Í því samhengi var þessi niðurgreiðsluleið, eða skoska leiðin, kynnt aftur til sögunnar en atvinnuþróunarfélög í kringum landið byrjuðu að kynna þessa leið fyrir tveimur árum síðan. Með þessu móti gæti flugmiðinn milli Akureyrar og Reykjavíkur t.d. orðið um helmingi ódýrari en hann er í dag.

Kynningarfundur um skýrslu starfshópsins var haldin á Húsavík á dögunum þar sem Njáll Trausti var framsögumaður. Njáll sagði í samtali við Mannlíf eftir fundinn að hann væri bjartsýnn á að leiðin verði farin og að hann skynjaði samstöðu um málið í þinginu.

Vill að varaflugvellir fái sömu uppbyggingu og Keflavíkurflugvöllur

Njáll Trausti hefur vakið sérstaka athygli á því að meðan að umferð um Keflavíkurflugvöll hefur margfaldast frá árinu 2010 hefur uppbygging á varaflugvöllum í Reykjavík, Akureyri og á Egilsstöðum ekki fylgt þeirri þróun. Hann segir það því gríðarlega mikilvægt að frá og með 1. janúar 2020 verði millilandaflugvellirnir, Keflavíkurflugvöllur, Reykjavíkurflugvöllur, Akureyrarflugvöllur og Egilsstaðaflugvöllur skilgreindir sem kerfi flugvalla með sameiginlegan kostnaðargrunn og að Isavia ohf. verði falin fjárhagsleg ábyrgð á rekstri, viðhaldi og uppbyggingu þeirra; og að fjórum árum verði millilandaflugvellirnir og aðrir flugvellir í grunnneti hluti af sama flugvallakerfi.

Fréttin var unnin upp úr frétt Mannlífs um málið 18.01.19

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó