Prenthaus

Flugfélagið Niceair leitar aukins fjármagns

Flugfélagið Niceair leitar aukins fjármagns

Starfsemi nýja flugfélagsins Niceair hefst 2. júní næstkomandi. Það fólk og fyrirtæki sem eiga hlut í félaginu eru að mestu frá Norðurlandi, má þá nefna t.d. KEA, Ferðaskrifstofu Akureyrar, Höldur og Kalda brugghús. Nú reiknar framkvæmdarstjóri félagsins, Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, með því að leitað verði til fleiri fjárfesta til að auka fjármagn til rekstursins.

„Greiðslu eða færsluhirðar, krítarkortarfyrirtæki eru ekki að skila okkur peningum fyrr en búið er að inna þjónustuna af hendi, eða framleiða flugið. Sem þýðir að fyrstu misserin er þetta mjög þungt á fótinn út frá sjóðsstreymi. Fjármögnunin er frá nítján fyrirtækjum og einstaklingum hér á svæðinu aftur og við munum fara til þeirra aftur með seinni umferð. Og opna fyrir nýja fjárfesta þá og það væri kannski gaman að sjá hvað lífeyrissjóðir eða fagfjárfestar myndu gera í þeirri umferð,“ segir Þorvaldur í viðtali á RÚV í dag.

Um þessar mundir standa yfir viðræður við stéttarfélög er varða kaup og kjör starfsmanna félagsins sem bæði verða af innlendum og erlendum uppruna. Þorvaldur tekur fram að þessi kjör verði svipuð þeim sem þekkjast á íslenskum vinnumarkaði.

Sambíó

UMMÆLI