Flugmaður segir fólk á landsbyggðinni í lífshættu

Þorkell Ásgeir Jóhannsson, flugmaður.

Þorkell Ásgeir Jóhannsson, flugmaður.

Þorkell Ásgeir Jóhannsson, flugstjóri og flugkennari hjá Mýflugi, gagnrýnir harðlega höfuðborgina í pistli sem hann birti á facebook í gær.
Hann lýsir því hvernig sjúkraflugvélin sem hann flaug á þriðjudagsmorgun gat naumlega lent á blautri braut og í brjáluðum hliðarvindi. Þá hefði verið mun auðveldara og öruggara að lenda á braut 24, þ.e. Neyðarbrautinni, en hún er lokuð, en eins og mörgum er kunnugt felldi hæstiréttur þann dóm að brautinni yrði lokað í síðasta lagi 29.september.
Lokunin hefur verið harðlega gagnrýnd af mörgum og þá sennilega mest af landsbyggðinni, enda oft upp á líf og dauða að sækja læknisþjónustu til Reykjavíkur. Fólk heldur því fram að dómurinn hafi fyrst og fremst snúist um valdheimildir ráðherra meðan að öryggishagsmunir almennings hafi verið algjörlega hunsaðir í kjölfarið.

Þorkell skellir skuldinni á stjórnmálaflokkana sem mynda meirahluta í borgarstjórn og hneykslast sérstaklega á því að Dagur B. Eggertsson skuli samþykkja þessa hræðilegu meðferð á íbúum landsbyggðarinnar, verandi menntaður læknir sjálfur.
Færsluna hans Þorkels má lesa í heild sinni hér að neðan:

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó