Fokkaðu þér LÍN

12063781_1252847728074058_3192927281794759794_n
Lánasjóður Íslenskra námsmanna er flestum landsmönnum að misjöfnu kunnugur. Sjóðurinn hefur í gegnum árin verið afar umdeildur og úthlutunarreglur sjóðsins og annað honum tengt verið mikið í umræðunni. Ekki síst núna þegar nýjar reglur eru í þann mund að taka gildi.

Ófáir pistlar og fréttir hafa verið skrifaðir um sjóðinn en nú fyrst er komið lag um LÍN.
Vandræðaskáldin Vilhjálmur B Bragason og Sesselía Ólafsdóttir syngja hér um þá erfiðleika sem geta (munu örugglega) fylgja því að eiga í viðskiptum við sjóðinn. Þá rekja þau mikla sorgarsögu, en eins og sjá má á fyrirsögn þessarar fréttar, þá fara þau ekkert sérstaklega fínt í sakirnar.

Vilhjálmur B Bragason er leikskáld og rithöfundur meðan Sesselía Ólafsdóttir er leikkona og leikstjóri. Saman kalla þau sig Vandræðaskáld, koma fram og flytja frumsamið efni í tali og tónum. Þau halda úti facebook síðu og hvetjum við fólk endilega til þess að fylgjast með því hvað kemur næst frá þessum hressu listamönnum.

Sambíó

UMMÆLI