Foreldrar í atvinnuleit fá hærri desemberuppbót

hjartaUm næstu mánaðarmót verður greidd út desemberuppbót með launum en óskert desemberuppbót nemur 60.616 krónum.

Nýlega var sett reglugerð af Félags- og húsnæðismálaráðherra um að atvinnuleitendur með börn á framfæri fái sérstaka uppbót sem nemur 4% af óskertri desemberuppbót. Þeir atvinnuleitendur sem eru tryggðir innan atvinnuleysistryggingakerfisins eiga rétt á þessari uppbót. Þessi 4% eru rétt rúmar 2.400 krónur á hvert barn, ef að börnin eru undir 18 ára aldri. Þessar uppbætur vegna barna taka engum skerðingum, þ.e. nema alltaf 4% þó svo að desemberuppbótin sjálf sé skert.
Í yfirlýsingunni, sem birt var á vef Einingar-Iðju, segir:

Rétt á fullri desemberuppbót eiga þeir atvinnuleitendur sem tryggðir eru innan atvinnuleysistryggingakerfisins, hafa verið skráðir án atvinnu hjá Vinnumálastofnun í samtals tíu mánuði eða lengur á árinu 2016 og hafa staðfest atvinnuleit á tímabilinu 20. nóvember til 3. desember. Greiðsla desemberuppbótar til þeirra sem eiga ekki fullan bótarétt reiknast í hlutfalli við rétt þeirra til atvinnuleysisbóta á árinu og fjölda mánuða sem viðkomandi hefur fengið greiddar atvinnuleysisbætur.

UMMÆLI