Fóru niður Goðafoss á Kajak

Skjáskot úr mynbandinu þegar mennirnir fóru niður Goðafoss.

Þrír erlendir menn gerðu sér lítið fyrir og skelltu sér niður Goðafoss á kajak í gær. Þessu greinir 641.is frá. Tveir mannanna fóru niður austurkvíslina en sá þriðji fór niður vesturkvíslina, þar sem Goðafoss er hæstur. Þannig varð hann fyrsti maðurinn, svo vitað sé til, til að fara niður Goðafoss á kajak að vestanverðu að vetrarlagi.

Þessi sami hópur hefur farið áður niður Goðafoss á kajak að vetrarlagi fyrir tveimur árum. Að þessu sinni náðist atvikið þó á myndband. Nokkrir erlendir ferðamenn urðu vitni að þessu í gær og tóku upp.
Hér að neðan má sjá myndskeið sem 641.is birti með frétt sinni í gær.

 

 

UMMÆLI

Sambíó