Forvarnar- og skemmtikvöld til styrktar Minningarsjóðs Einars Darra

Forvarnar- og skemmtikvöld til styrktar Minningarsjóðs Einars Darra

Viðburðastjórnun í VMA stendur fyrir forvarnar- og skemmtikvöldi 25. október n.k. en viðburðastjórnun er áfangi sem kenndur er í Verkmenntaskólanum á Akureyri. Nemendur sjá sjálfir um allt skipulag viðburðanna og vinnu í kringum þá með aðstoð kennara. Áfanginn stendur fyrir forvarnarviku 22-26. október en þá verða bæði viðburðir innan skólans og viðburðir sem eru opnir öllum, þ.m.t. Bingó og Forvarnar- og Skemmtikvöld til styrktar Minningarsjóði Einars Darra. Allir eru hjartanlega velkomnir á viðburðinn en foreldrar og ungmenni eru sérstaklega hvött til að mæta.

Á tónleikunum koma fram þau Bára, Aníta Rún og Andrea Ýr frá Minningarsjóði Einars Darra, Hilda Jana bæjarfulltrúi og upprennandi R&B listakonan Saga Nazari. Þau ætla að segja reynslusögur tengdar fíkniefnum og lyfseðilsskyldum lyfjum. Einnig ætlar Stefán Waage að koma fram. Aðgangseyrir er 1000 krónur og 500 krónur fyrir grunnskólanema. Allur ágóði viðburðanna rennur óskipt til Minningarsjóðs Einars Darra.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó