Prenthaus

Frábær stemning á Akureyri yfir fyrsta leik Íslands á HM – Myndir

Ísland og Argentína eigast við í fyrsta leik Íslands á HM í knattspyrnu karla. Það er erfitt að finna Íslending sem er ekki að fylgjast með leiknum í dag en á Akureyri hefur verið settur upp risaskjár í listagilinu.

Stemningin er frábær og margmenni mætt. Götubarinn sýnir einnig frá leiknum á skjá í portinu þar. Þegar þetta er skrifað er staðan í leiknum 1-1. Alfreð Finnbogason skoraði mark Íslands. Markmaðurinn okkar Hannes Þór Halldórsson gerði sér svo lítið fyrir og varði víti frá sjálfum Lionel Messi.

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó