Fræðsla um kynlíf og klám fyrir framhaldsskólanemaSigga Dögg flutti fyrirlestur fyrir rúmlega 100 nemendur MA í dag.

Fræðsla um kynlíf og klám fyrir framhaldsskólanema

Ungmenna-Húsið í Rósenborg stendur þessa dagana fyrir fyrirlestraröð og fræðslu um hin ýmsu málefni fyrir framhaldsskólanema. Fyrsti fyrirlestur vorannarinnar var um kynlíf og klám.

Það var Sigga Dögg, kynfræðingur, sem mætti í kvosina í Menntaskólanum á Akureyri og ræddi við ungmenni um þessi margslungnu mál. Mæting var ákaflega góð en um 120 ungmenni hlustuðu á það sem Sigga Dögg hafði fram að færa. Sigga hefur um nokkurra ára skeið sótt Akureyringa heim með fræðslu fyrir nemendur í grunnskólum Akureyrar og nær vel til nemenda. Sigga Dögg er með BA í sálfræði frá Háskóla Íslands og master í kynfræðum frá Curtin University í Ástralíu.

Akureyrarbær greindi fyrst frá á heimasíðu sinni www.akureyri.is

UMMÆLI

Sambíó