Múlaberg

„Framkoma í minn garð var ekki fagmannleg“

„Framkoma í minn garð var ekki fagmannleg“

Jakob Snær Árnason er 24 ára Siglfirðingur sem skrifaði nýlega undir þriggja ára samning við KA en hann gekk í raðir félagsins frá erkifjendunum í Þór. Hann hefur komið við sögu í öllum leikjum liðsins síðan hann gekk í raðir félagsins og komið með ferskleika inn í KA liðið. Kaffið heyrði í Jakobi um félagsskiptin og spurði hann spjörunum úr.

Hvað kemur til að þú ákveður að yfirgefa Þór, var ósætti eða skiluru sáttur við liðið?

„Ég get alveg sagt að það var ekki í plönum mínum fyrir tímabilið að yfirgefa liðið en stundum gerast hlutirnir hratt og tímarnir breytast. Menn geta haft sínar skoðanir í þessu og ekki óeðlilegt að menn séu ekki alltaf sammála.”

Orðið á götunni er að Orri Hjaltalín þjálfari Þórs hafi sagt að þú mættir finna þér nýtt lið í gegnum „Messenger” skilaboð, er það satt eða eitthvað sem þú vilt tjá þig um?

„Ég ætla ekki að tjá mig neitt um það og vill ekki kveikja neina elda. Eina sem ég hef að segja er að framkoma í minn garð var ekki fagmannleg og vonandi eitthvað sem menn læra af. Orri er fínn þjálfari og ég vona að honum gangi vel með liðið. Það er eðlilegt að menn séu ekki alltaf sammála í boltanum. Að lokum endaði ég í KA og er mjög sáttur með þá ákvörðun.”

Orri Hjaltalín, þjálfari Þórs

Strax frá fyrsta leik hefur þú fengið traust frá Arnari Grétarssyni hvernig líst þér á hann sem þjálfara?

„Ég þekkti Arnar ekki persónulega fram að skiptunum en leist vel á þá hluti sem hann hefur verið að gera. Hann hefur gert góða hluti með KA sem og annar staðar í þjálfun. Ég hef trú á að ég hafði fram á að færa kosti sem hann leitast eftir og er sífellt að komast betur inn í hlutina með liðinu.”

Er einhver leikmaður sem þú ert sérstaklega spenntur að spila með?

„Ég þekkti strákana alla flesta að einhverju leiti fyrir skiptin en tengist þeim enn betur núna. Þetta eru allt meistarar á sinn hátt en ef ég þyrfti að velja einn þá segi ég Grímsi. Haxgrímur kann sitt fag og ég mun geta lært heilmargt af honum sem og fleirum.”

Jakob er spenntur fyrir samstarfinu með „Haxgrím“

Þú skrifar undir þriggja ára samning, er hugur í liðinu að fara gera atlögu að Sambandsdeildinni innan þess tíma?

„Að sjálfsögðu stefnum við sem lengst í þessu. Það þarf ekki að líta annað en á töfluna núna til að sjá að liðið er að gera fína hluti. Okkar markmið eru að sjálfsögðu að gera enn betur og vinnum við markvist að því á hverjum degi.”

Hvernig líst þér á samkeppnina hjá KA og hvaða kosti telur þú þig geta koma með inn í KA liðið?

„Samkeppnin er góð og af hinu jákvæða. Þegar lið ætla sér langt eins og við í KA þá þarf að hafa stóran og góðan hóp. Ég er bara spenntur fyrir henni og tel mig klárlega gera tilkall í liðið. Ég hef uppá margt að bjóða og get nýst liðinu á margan hátt bæði innan sem og utan vallar. Ég tel þetta því frábært tækifæri fyrir mig að taka næsta skref á mínum ferli og bætast í góðan hóp KA manna.“

Jakob Snær er í leikmannahópi KA sem fær Stjörnumenn í heimsókn á Greifavöllinn kl 16:00, leikurinn er sýndur í beinni á Stöð 2 Sport fyrir þá sem ekki komast á leikinn.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó