Framkvæmdir við nýja Glerárvirkjun í fullum gangi

Skipulagsmynd frá deiliskipulagi Akureyrarbæjar um Glerárvirkjun II.

Framkvæmdir við nýja Glerárvirkjun eru nú hafnar og byrjað er að steypa upp stöðvarhúsið í bæjarjaðri Akureyrar. Framkvæmdir við stífluna eru komnar vel á veg en stefnt var á að raforkuframleiðsla í þessari nýju virkjun hæfist um jólin. Það er þó ljóst núna að það náist ekki, þess í stað er stefnt á að hefja framleiðsluna í mars. Þessu greinir Rúv frá í dag.

Virkjunin verður ríflega þriggja megawatta virkjun og allt rafmagn frá henni fer beint inn á raforkukerfi Akureyrarbæjar og nýtist þannig til að styrkja kerfið og auka framboð á rafmagni sem hefur ekki verið mikið undanfarin ár.
Kostnaðurinn við virkjunina verður rúmlega einn milljarður króna sem er í kringum 20 prósent meira en reiknað var með í fyrstu. Þetta er vegna þess að stöðvarhúsið stækkaði og jarðvinna við sex kílómetra löngu þrýstipípuna, sem mestur tími hefur farið í síðan framkvæmdir hófust fyrir rúmu ári, hefur kostað meira en áætlað var.

Mynd af Glerárvirkjun 1 en nú bætist við Glerárvirkjun 2 í útjaðri Akureyrar.

 

UMMÆLI

Sambíó