Framkvæmdum við Sundlaug Akureyrar lýkur í nóvember

Verið er að vinna í ýmsum endurbótum við Sundlaugina.

Um þessar mundir standa yfir ýmsar endurbætur á Sundlaug Akureyrar og stefnt er að því að þeim muni ljúka í nóvember. Ingibjörg Isaksen, formaður umhverfis- og mannvirkjaráðs Akureyrarbæjar, segir í samtali við Vikudag að framkvæmdir hafi gengið hægar en áætlað var vegna sumarfría. Nú er verið að flísaleggja kalda karið sem verður klárt í október og slá upp fyrir veggjum við vaðlaug sem síðan verður flísalögð ásamt öðrum minni verkefnum.
Eins og Kaffið greindi frá var rennibrautunum lokað tímabundið vegna venjubundins eftirlits og úrbóta en þær voru opnaðar á ný sl. miðvikudag.
Einnig er verið að setja upp myndavélar í turninn og skálina við rennibrautirnar.

Ekki er vitað hver endanlegur kostnaður við framkvæmdirnar verður en hann er nú þegar í kringum 380 milljónir.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó