Prenthaus

Framtíð Hlöllabáta á Akureyri óviss – Leitað að nýjum rekstraraðilumMynd: Kaffid.is.

Framtíð Hlöllabáta á Akureyri óviss – Leitað að nýjum rekstraraðilum

Skyndibitastaðurinn Hlöllabátar lokaði skyndilega á dögunum og bæjarbúar, ekki síst djammarar, hafa velt fyrir sér hvenær og hvort staðurinn opni aftur.

Eigandi Hlölla staðfestir í samtali við Kaffid.is að lokunin sé tímabundin meðan leitað er eftir nýjum rekstraraðilum. Sveinn Rafnsson, sem rekið hefur Hlölla undanfarin ár, ætlar að snúa sér á önnur mið og því er verið að leita eftir nýjum rekstraraðila.

Ekki er víst hver það verður sem tekur við eða hvenær staðurinn opnar aftur en Kaffið mun fylgjast með framvindu mála.

UMMÆLI

Sambíó