Prenthaus

Frístundastyrkur Akureyrarbæjar hækkar

Frístundastyrkur Akureyrarbæjar hækkar

Við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2019 samþykktu frístundaráð og bæjarstjórn að hækka frístundastyrk til niðurgreiðslu á æfinga- og þátttökugjöldum barna og unglinga á Akureyri. Nú hefur verið ákveðið að hækka styrkinn um 5.000 kr. eða úr 30.000 kr. í 35.000 kr. frá og með 1. janúar 2019. Frístundastyrkurinn hefur nú hækkað um 75% á tveimur árum.

Frá árinu 2006 hefur Akureyrarbær veitt styrk til allra barna og unglinga á Akureyri til niðurgreiðslu þátttökugjalda hjá íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsfélögum á Akureyri. Styrkurinn tekur gildi árið sem barnið verður 6 ára og fellur úr gildi árið sem unglingurinn verður 18 ára.

Til að nota frístundastyrkinn skal fara inn á heimasíðu þess íþrótta-, tómstunda- og/eða æskulýðsfélags þar sem skrá á barn. Þar er hlekkur inn á skráningarsíðu þar sem foreldrar skrá iðkendur. Í lok skráningar- og greiðsluferlisins geta foreldrar valið um að nota frístundastyrkinn frá Akureyrarbæ. Íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsfélögin veita aðstoð og upplýsingar um skráningu, greiðslu og notkun frístundastyrks hjá hverju félagi fyrir sig. Árið 2019 gildir styrkurinn fyrir börn fædd árið 2002 til og með 2013 og gildir frá 1. janúar til 31. desember ár hvert.

Nánari upplýsingar um frístundastyrkinn má finna með því að ýta hér. 

UMMÆLI

Sambíó