NTC netdagar

Frítt að æfa golf í maí


Golfklúbbur Akureyrar býður öllum börnum og unglingum að æfa golf í maí mánuði frítt.
Ástæðan er átak á vegum Akureyrarbæjar sem kallast Akureyri á iði, og samanstendur af heilsueflandi viðburðum og framboði. Allir viðburðirnir og tilboðin stuðla að aukinni hreyfingu og eru nánast öll íþróttafélög og líkamsræktir á Akureyri að bjóða upp á einhverja þjónustu tengda átakinu.

T.a.m. er frítt í Átak heilusrækt alla vikuna í tækjasal og tíma en yfirlit yfir það sem er í boði má nálgast á heimsíðu Akureyrarbæjar hér. 

Sambíó

UMMÆLI