Prenthaus

Fyrsta barn ársins fæddist á Akureyri

Fyrsta barn ársins fæddist á Akureyri

Fyrsta barn ársins er drengur sem fæddist á Sjúkrahúsinu á Akureyri klukkan fimmtán mínútur yfir þrjú í nótt. Stórhátíðir hafa reynst foreldrunum vel því þau eiga eitt barn fyrir, sem fæddist annan í páskum.

„Það gekk bara mjög vel og okkur líður rosa vel,“ segir Sara Rut Unnarsdóttir í samtali við RÚV. Hún og Garðar Marvin Hafsteinsson eignuðust sitt annað barn í nótt þegar klukkan var stundarfjórðung gengin í fjögur. Það var fyrsta fæðing ársins. „Við erum ótrúlega glöð og allir voða hressir, gengur bara vel. Hann drekkur brjóst og sefur.“

Fyrsta barn ársins á eldri systur, sem fæddist í apríl 2014 og verður því fjögurra ára gömul í ár. Rétt eins og nýjasti fjölskyldumeðlimurinn fæddist hún á stórhátíð, annan í páskum.

„Það er aðeins rólegra um páskana, aðeins minna stress“ segir Sara Rut, aðspurð hvort það sé munur að eignast barn á einni stórhátíð og annarri.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó