Fyrsta flug vetrarins með easyjet frá Manchester til Akureyrar lenti í morgun í fallegu veðri á Akureyri. Flogið verður tvisvar í viku á milli Akureyrar og Manchester í vetur, líkt og síðasta vetur, á laugardögum og þriðjudögum.
Sjá einnig: Beint flug til og frá Norðurlandi í vetur
„Fullkomin byrjun á vetraráætluninni, með lendingu flugsins í dag í morgunbjarmanum yfir Eyjafirði. Hvílík sjón,“ segir á Facebook-síðu Akureyrarbæjar, Visit Akureyri, þar sem má sjá myndband af lendingunni úr vélinni.


COMMENTS