Færeyjar 2024

Fyrsta skóflustunga viðbyggingar við Hrafnagilsskóla tekinErna, Hrund, Guðlaugur, Sveinbjörg, Erna Lind og Jón taka fyrstu skóflustunguna af viðbyggingu við Hrafnagilsskóla. Mynd: Eyjafjarðarsveit/esveit.is

Fyrsta skóflustunga viðbyggingar við Hrafnagilsskóla tekin

Í gær var fyrsta skóflustugnan tekin af viðbyggingu við Hrafnagilsskóla, fimmtíu árum eftir að fyrsta skóflustunga af Hrafnagilsskóla var tekin. Stærð viðbyggingarinnar verður um 1.900m2 og mun húsið meðal annars hýsa leikskóla, grunnskóla, fjölnota sali, bókasafn, upplýsingaver, aðstöðu til tónlistaiðkunar og kennslu, félagsmiðstöð og líkamsræktaraðstöðu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eyjafjarðarsveit.

Umtalsvert samráðsferli var í aðdraganda skóflustungunnar en byggingin en er hönnuð af OG Arkitektum og Verkís eftir forskrift úr góðu samráði sveitarstjórnar og starfsmanna skólanna. Í undirbúningnum voru tvær leiðir skoðaðar, annarsvegar að byggja ofan á núverandi skóla og hinsvegar að byggja tengibyggingu. Að loknu samráðsferli var þó valið að fara bil beggja og úr varð sérlega skemmtileg blanda beggja leiða þar sem leikskóli rís á jarðhæð og starfsmannaálma á annarri hæð.

Fram kom í máli oddvita sveitarstjórnar að um sé að ræða mjög stórt verkefni þegar horft er til stærðar sveitarfélagsins. Horft er bæði til þess að bæta enn betur núverandi aðstöðu sem og að búa sig vel fyrir framtíðina. Fjölmörg skipulagsverkefni eru í gangi um þessar mundir í sveitarfélaginu og ef allt gengur þá verða allt að 400 íbúðareiningar tilbúnar á skipulagi á komandi árum en það er um það bil jafn mikið og er af íbúðarhúsnæði í sveitarfélaginu í dag.

Miklar vonir eru því bundnar við byggingaráformin sem að sögn sveitarstjóra er ætlað að sameina fjölþætta starfsemi sveitarfélagsins undir einu þaki. Í máli hans kom fram að um sé að ræða „aðstöðu sem skapar börnum okkar leik- og vinnurými til að vaxa og dafna í, aðstöðu sem starfsfólki líður vel í og mun stæra sig að, aðstöðu sem allir íbúar hafa greiðan aðgang að hvort sem er til upplýsingaöflunar, samveru eða heilsueflingar. Aðstöðu sem sameinar kynslóðir ungra sem aldinna,“ segir á vef Eyjafjarðarsveitar.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó