Prenthaus

Fyrstu farþegarnir í nýju viðbyggingunni á Akureyrarflugvelli

Fyrstu farþegarnir í nýju viðbyggingunni á Akureyrarflugvelli

Fyrsti hluti nýrrar viðbyggingar á Akureyrarflugvelli var tekinn í notkun í morgun. Tvær vélar frá Transavia og easyJet lentu á vellinum með samtals 311 farþega og fóru aftur með 340 farþega. Einnig var Icelandair með sitt innanlandsflug og því fóru samtals 767 farþegar um flugstöðina í morgun.

Í júlí lýkur áfanga tvö í stækkun flugstöðvarinnar þegar nýr innritunarsalur verður tekinn í notkun en þá mun allt millilandaflug fara í gegnum nýju viðbygginguna. Innanlandsflugið mun fara í geng þar sem í dag er innritun og nýi innritunarsalurinn verður í miðju flugstöðvarinnar þar sem núna er töskuband og komusalur.

Myndir: Akureyri International Airport á Facebook

UMMÆLI