Garðar Kári Garðarsson kominn í undanúrslit í Kokkur Ársins

Garðar Kári Garðarsson.

Garðar Kári Garðarsson, matreiðslumaður og landsliðsmaður í Kokkalandsliðinu, keppir í undanúrslitum í Kokkur Ársins 19. febrúar n.k.
Átta matreiðslumenn taka þátt í keppninni en Garðar Kári er fulltrúi Norðursins þar sem hann er eini matreiðslumaðurinn í keppninni sem er ekki af höfuðborgarsvæðinu.
Garðar lenti í öðru sæti í keppninni um Kokk ársins í fyrra og hreppti bronsið árið 2016. Það er því óhætt að gera ráð fyrir því að gullið sé markmiðið í ár.

Garðar Kári starfar um þessar mundir hjá Eleven experience – Deplar farm en Deplar er lúxushótel staðsett í Skagafirði, í u.þ.b. eins og hálfs tíma akstursfjarlægð frá Akureyri. Áður var Garðar yfirmatreiðslumaður á veitingahúsinu Strikinu.
Það verður spennandi að sjá hvernig fer í undanúrslitunum á laugardaginn en úrslitakeppnin verður svo haldin í framhaldinu í mars. Báðar keppnirnar verða í Hörpu í Reykjavík þar sem IKEA sér um að setja upp lítið einkaeldhús fyrir hvern og einn keppenda.

Hér að neðan má sjá lista yfir keppendur í undanúrslitum Kokkur Ársins:

Bjartur Elí Friðþjófsson, Grillmarkaðnum
Garðar Kári Garðarsson, Eleven Experience- Deplar Farm
Iðunn Sigurðardóttir, Matarkjallaranum
Ingólfur Norbert Piffl, Hilton Reykjavík Nordica
Kristinn Gissurarson, Hörpudiski
Sigurjón Bragi Geirsson, Garra
Vilhjálmur Guðmundsson, Grand Hótel Reykjavík
Þorsteinn Kristinsson, Fiskfélaginu

Sigurvegarar í Kokkur Ársins 2017. Frá vinstri: Garðar Kári Garðarsson, 2. sæti. Hafsteinn Ólafsson, 1. sæti, Víðir Erlingsson, 3. sæti.

UMMÆLI

Sambíó