NTC netdagar

Gestavinnustofa Gilfélagsins er laus í september

Gestavinnustofa Gilfélagsins er laus í september

Vegna forfalla er gestavinnustofa Gilfélagsins er laus til útleigu í september, um er að ræða 1. – 30. september 2018. Möguleiki á vikuleigu eða lengur, verð fyrir vikuna er 25.000 kr, allur mánuðurinn á 80.000 kr.

Gestavinnustofan er fullbúin íbúð með vinnustofu sem hentar einum listamanni eða pari. Innangengt er í viðburðarrýmið okkar Deigluna þar sem er í boði að halda sýningu eða annarskonar viðburð í lok dvalar eða eftir samkomulagi. Íbúðin er staðsett í Kaupvangsstræti, eða Listagilinu í miðbæ Akureyrar þar sem er stutt að sækja alla helstu þjónustu svo ekki sé minnst á fjölbreytt menningarlíf.

Nánari upplýsingar um aðstöðuna er á heimasíðu okkar, www.listagil.is

Áhugasamir hafi samband við studio.akureyri@gmail.com

UMMÆLI