Góðgerðavika í MA – Menntskælingar ætla að safna milljón króna til styrktar Aflsins

Mynd: Skólafélagið Huginn/MA.

Nú er byrjuð góðgerðarvika í Menntaskólanum á Akureyri þar sem nemendur standa að alls kyns viðburðum til að safna pening til styrktar Aflsins, samtökum gegn kynferðis- og heimilisofbeldi. Þetta er í annað skipti sem góðgerðarvikan er haldin en í fyrra styrkti nemendafélagið Geðdeild SAk um rúma milljón króna.

Meðal þess sem nemendur gera í vikunni til að safna pening er góðgerðarbingó, sem verður á þriðjudagskvöld; góðgerðarkvöldvaka, sem verður á fimmtudag og alls kyns minni gjörningar sem nemendur hafa ákveðið að gera.
Allur ágóðinn rennur óskertur til góðgerðarmála.

Markmið skólafélagsins er að safna 1.000.000 kr.- fyrir Aflið. Fjölmiðlum er velkomið að fjalla um góðgerðarvikuna sem er í gangi í Menntaskólanum og viljum við benda á reikninginn hér að neðan þar sem öllum er frjálst að leggja málefninu lið.
Kt. 470997-2229 og Reikningsnúmer: 0162-05-261521.

UMMÆLI

Sambíó