Golfmót á Jaðarsvelli næstu helgi

Jaðar

Jaðar

Í tilefni þess að hér á Akureyri hefur verið einmuna veðurblíða og golfvöllurinn að Jaðri ennþá iðagrænn þá hefur Golfklúbbur Akureyrar ákveðið að halda Jólamót GA næstkomandi sunnudag, 18. desember. Leikið verður inn á sumarflatir. Jaðar lítur virkilega vel út þessa dagana, er iðagrænn og frostlaus en spáð er 10 stiga hita á sunnudaginn.

Mótið er að sjálfsögðu haldið með þeim fyrirvara að veðurspá gangi eftir og ekki verði komið frost í völlinn. Spilaðar verða 10 holur, þ.e holur 1 – 12 að undanskildum holum 5 og 6.

Mótsjald er 2000 krónur og innifalið í því er heitt súkkulaði og kleinur að móti loknu. Vegna skorts á birtu verða aðeins spilaðar 10 holur og hámarksfjöldinn í mótið 52 keppendur. Skráning fer fram á golf.is.


UMMÆLI