NTC netdagar

Göngudeild SÁÁ á Akureyri líklega lokað eftir allt saman

Göngudeild SÁÁ á Akureyri líklega lokað eftir allt saman

Göngudeild SÁÁ á Akureyri hefur verið töluvert í fjölmiðlum undanfarna mánuði en snemma á síðasta ári stóð til að loka göngudeild samtakanna á Akureyri. Í lok síðasta árs greindi Kaffið frá því að göngudeildinni yrði að öllum líkindum ekki lokað því SÁÁ fengi 150 milljón króna framlag til áframhaldandi reksturs göngudeilda á Akureyri og í Reykjavík skv. nýrri tillögu fjárlaganefndar.

Í dag tók SÁÁ hins vegar þá ákvörðun að loka göngudeild sinni á Akureyri þann 1. mars, eða á föstudaginn n.k. þrátt fyrir yfirlýstan vilja yfirvalda til að styðja við reksturinn. Þessu greindi Hilda Jana Gísladóttir, bæjarfulltrúi, frá á facebook síðu sinni í dag. Hilda Jana hefur verið fremst í flokki í baráttunni um að halda göngudeildinni á Akureyri opinni áfram og er að vonum ekki sátt með fréttirnar.

Deilan bitnar á skjólstæðingum í sárri neyð
Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum undanfarna mánuði eru allir af vilja gerðir til að hjálpa starfsemi göngudeildar SÁÁ á Akureyri enda nauðsynlegt úrræði fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga.

,,Göngudeild SÁÁ á Akureyri mun samkvæmt mínum upplýsingum LOKA þann 1.mars n.k. en SÁÁ tók víst þá ákvörðun í dag Þetta er gert þrátt fyrir að meirihluti fjárlaganefndar og heilbrigðisráðherra hafi tryggt fjármuni til reksturs deildarinnar, Akureyrarbær hafi lýst yfir vilja til áframhaldandi stuðnings við göngudeildina og að samningaviðræður hafi verið í gangi milli Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) og SÁÁ. Eftir því sem ég kemst næst virðast SÍ og SÁÁ benda hver á annan sem sökudólg í málinu. Svo bitnar sú deila auðvitað allt á þeim sem allra síst skyldi: skjólstæðingum í sárri neyð. Ég er svo svekkt, sár og reið yfir þessu máli að ég gæti hreinlega öskrað. Í alvöru hvernig getur þetta gerst?“ segir í færslu Hildu Jönu. ,

1.200 komur á göngudeildina árið 2017
SÁÁ hóf rekst­ur göngu­deild­ar á Ak­ur­eyri í byrj­un árs 1993 en deildin hef­ur sinnt ráðgjöf og grein­ingu fyr­ir áfeng­is- og vímu­efna­sjúk­linga á öllu Norður­landi síðan. Árið 2017 voru 350 ráðgjafaviðtöl skráð á göngu­deild Ak­ur­eyr­ar og yfir 1.200 kom­ur í úrræði, fyr­ir­lestra og grúpp­ur. Starfsemin er því gríðarlega mikilvæg fyrir Norðurland allt.


Tengdar fréttir:

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó