Prenthaus

Á göngugatan að vera fyrir bíla eða fólk?

Göngugatan á Akureyri

Göngugatan á Akureyri

Síðastliðið vor voru samþykktar verklagsreglur sem kveða á um hvenær hluti Hafnarstrætis, sem kallast göngugatan, á einungis að vera fyrir gangandi fólk og var þeim fylgt eftir í júlí og ágúst. Vegna endurskoðunar á reglunum er boðað til opins umræðufundar fimmtudaginn 24. nóvember kl. 17 í bæjarstjórnarsalnum í Ráðhúsi Akureyrar.

Reglurnar, könnun á viðhorfi íbúa og skýrsla um áhrif lokana, eru aðgengilegar á heimasíðu skipulagsdeildar Akureyrar:www.akureyri.is/skipulagsdeildundir Skipulagstengd gögn.

Hægt er að senda inn athugasemdir við verklagsreglurnar til 8. desember nk. og skal þeim skilað skriflega til skipulagsdeildar í Ráðhúsi Akureyrar, Geislagötu 9, eða á netfangið: skipulagsdeild@akureyri.is.

UMMÆLI