beint flug til Færeyja

Göngugatan fyrir gangandi vegna góðs veðurs

Göngugatan fyrir gangandi vegna góðs veðurs

Vegna góðs veðurs á Akureyri hefur verið ákveðið að loka göngugötunni fyrir bílaumferð fyrr en gert var ráð fyrir. Götunni verður lokað fyrir bílaumferð frá kl. 13 í dag og síðan tekur við júlílokun sem er alla daga frá kl. 11-17. Í ágúst er göngugatan lokuð fimmtudaga, föstudaga og laugardaga frá kl. 11-17. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Akureyrarbæjar.

Vörumóttaka er ætluð utan þessa tíma og aðkoma fyrir ökutæki fatlaðs fólks að göngugötunni er að norðan, frá Brekkugötu. 

Allir sem vilja nota göngugötuna til leikja eða skemmtilegra viðburða í sumar eru hvattir til að láta slag standa og hafa samband við Akureyrarstofu sem veitir nánari upplýsingar. Netfangið er akureyrarstofa@akureyri.is

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó