Gott ár hjá Sundfélaginu ÓðniÞessi fengu viðurkenningar á Uppskeruhátíðinni. Mynd: Sundfélagið Óðinn.

Gott ár hjá Sundfélaginu Óðni

Árið 2019 var gott ár hjá sundfélaginu Óðni þar sem iðkendur eru nú um 260 talsins og tóku þau þátt í 12 sundmótum á árinu. Ásamt því náðu nokkrir afreksmenn félagsins afar góðum árangri hér á landi og erlendis þá m.a. í landsliðsverkefnum.

Hin árlega uppskeruhátíð Sundfélagsins Óðins var haldin í janúar sl. í Lundarskóla fyrir fullum sal. Þar fór Ingi Þór Ágústsson, þjálfari hjá Óðni, yfir sundárið og þá flottu hluti sem hann er að gera með iðkendum.
Síðasta haust var farið á SH mótið, IM25 og Fjölnismótið þar sem keppendur Óðins áttu 178 stungur og voru bætingar í 86,7% sundum á þessum mótum.

Þá setti Ingi upp myndrænt á korti af Íslandi hversu langt í kílómetrum talið iðkendur hafa synt á æfingum frá haustinu og til áramóta og gaf það flotta mynd af því hversu mikið er lagt á sig á öllum æfingum.Dýrleif Skjóldal fór yfir sundskólann og það flotta starf sem er verið að sinna þar og mikilvægi þess að koma yngstu krökkunum að í sundskólann, og að það sé sorgleg staða að vera með langan biðlista til þess að koma börnunum ofan í og kenna þeim að synda. Allir iðkendur sundskólans fengu viðurkenningarskjal sem þeim var afhent og tekin mynd af þessum flotta hóp.

Viðurkenningar voru veittar fyrir:

  • Framtíðarhópur – Ástundun: Magni Rafn Ragnarsson
  • Framtíðarhópur – Framfarir í sundtækni: Rakel Hjaltadóttir
  • Úrvalshópur – Ástundun: Elín Rósa Ragnarsdóttir
  • Úrvalshópur – Framfarir í sundtækni: Sandra Fannarsdóttir
  • Krókódílahópur – Framfarir í sundtækni: Soffía Margrét Bragadóttir
  • Krókódílahópur – Stigahæsta sund – konur: Kristín Emma Jakobsdóttir
  • Krókódílahópur – Stigahæsta sund – karlar: Bergur Unnar Unnsteinsson

Afreksviðurkenningar

  • Mesta bæting kvenna – Embla Karen Sævarsdóttir
  • Mesta bæting karla – Örn Kató Arnarsson
  • Fyrirmyndar sundmaður – Katrín Magnea Finnsdóttir
  • Sundkona Óðins – Bryndís Rún Hansen
  • Sundkarl Óðins – Baldur Logi Gautason
Iðkendur Sundskólans fengu allir viðurkenningu fyrir sína þátttöku. Mynd: Sundfélagið Óðinn.
Sambíó

UMMÆLI

Sambíó