Prenthaus

Goya Tapasbar í söluferli

Veitingastaðurinn Goya tapasbar hefur verið settur í söluferli. Veitingastaðurinn er staðsettur í Kaupvangsstræti 23, nánar til tekið í Listagilinu.

Goya hefur síðustu ár verið mikilvægur hlekkur í matarmenningu Akureyringa en þar er boðið upp á spænska smárétti í bland við íslenska. Óvissuferðin hefur þar verið hvað vinsælust en þar er boðið upp á marga smárétti í einu.

Félaginu fylgir allur rekstur, kassakerfi, tekjugefandi samningar, stólar og borð, öll eldhúsáhöld og samningar við birgja.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó