Gránufélagsgata 7 rifin fyrir bílastæði

Gránufélagsgata 7.

Það hafa eflaust margir bæjarbúar tekið eftir að Gránufélagsgata 7, sem stóð milli ráðhússins og vínbúðarinnar, hefur verið rifin. Gránufélagsgata 7 var eitt elsta húsið sem stóð í götunni en það var reist árið 1912 en fullbyggt 1915.

Ástæða þess að húsið var rifið var vegna Miðbæjarskipulags Akureyrar, en þarna stendur til að leggja bílastæði. Í skipulaginu segir að það standi einnig til að reisa umferðarmiðstöð við hlið ráðhússins en óvíst er hvort af því verði. Því liggja þær upplýsingar ekki fyrir í skipulaginu hvort að bílastæðin komi til með að þjóna almenningi eða fyrirhugaðri umferðarmiðstöð. Miðbæjarskipulagið stefnir á miklar breytingar í miðbænum, en hægt er að lesa skipulagið og tilvonandi breytingar þess hér. 

UMMÆLI

Sambíó