Grímseyjarkirkja brann til grunnaMynd: mbl.is

Grímseyjarkirkja brann til grunna

Gríms­eyj­ar­kirkja brann till grunna í nótt. Eng­um verðmæt­um var hægt að bjarga eft­ir elds­voðann sem þar kom upp fyr­ir miðnætti. Þetta kemur fram á mbl.is sem greindi fyrst frá eldsvoðanum.

Ekki er vitað um upp­tök elds­ins og er lög­reglu ekki kunn­ugt um að neinn hafi verið stadd­ur í kirkj­unni þegar út­kall barst.

Kol­brún Björg Jóns­dótt­ir, aðal­varðstjóri lög­regl­unn­ar á Norður­landi eystra, segir í samtali við mbl.is að við taki rannsókn þar sem upptök eldsins verði rannsökuð. „Þetta er auðvitað timb­ur­hús og það er vökt­un á hús­inu. Þeir áttu aldrei mögu­leika á að bjarga þessu. Það versta er afstaðið og svo kem­ur að rann­sókn þar sem mál­in verða rann­sökuð frek­ar,“ seg­ir Kol­brún.

„Þetta er nátt­úru­lega ofboðslega mikið áfall, 160 ára kirkja sem er friðuð. Eðli­lega er þetta mjög mikið áfall fyr­ir eyj­ar­skeggja,“ seg­ir Ásthild­ur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, í samtali við mbl.is.

Gríms­eyj­ar­kirkja var byggð árið 1867 rekaviði. Hún var færð um lengd sína vegna eldhættu árið 1932. Gagngerar endurbætur voru gerðar á henni árið 1956 og var hún þá endurvígð. Kirkj­an var friðuð 1. janú­ar árið 1990 sam­kvæmt ald­ursákvæði þjóðminja­laga.


UMMÆLI

Sambíó