GRINGLO gefur út sína fyrstu plötu á föstudaginn

GRINGLO gefur út sína fyrstu plötu á föstudaginn

Hljómsveitin GRINGLO hefur verið áberandi í tónlistarlífi Akureyrar undanfarin ár og m.a. gefið út lag, tónlistarmyndband og spilað víðsvegar um landið. Hljómsveitin er nú að gefa út sína fyrstu plötu á föstudaginn, 6. júlí, en platan er svokölluð EP plata eða „þröngskífa“  og inniheldur sex lög.

Hljómsveitina GRINGLO skipa þeir Ivan Mendez (söngur,gítar), Guðbjörn Hólm (bassi, bakraddir), Guðjón Jónsson (píanó,hljómborð) og Arnar Scheving (trommur, slagverk) en ásamt þeim félögum komu einnig góðir gestir til hjálpar við hljóðritun plötunnar. Ivan, söngvari og stofnandi sveitarinnar, semur öll lögin og textana á þessari fyrstu plötu GRINGLO en útsetningarnar eru svo unnar með hljómsveitarmeðlimum og hljóðfæraleikurum í hljóðverinu.

Hljómsveitin gaf út smá sýnishorn í dag af komandi plötu sem margir bíða spenntir eftir að komi út á föstudaginn. Platan ber nafnið From Source, eða Frá Uppsprettunni, en í spilaranum hér að neðan má heyra smá forsmekk af því sem koma skal.

Hér er svo fyrsta tónlistarmyndband sveitarinnar við lagið þeirra Light of new day:

UMMÆLI