Gróðureldar á Akureyri

Gróðureldar á Akureyri

Sinueldur kviknað í gróðri á austurbakka Glerár á Akureyri á níunda tímanum í gær. Talsverður eldur logaði um tíma en langt er síðan rigndi á Akureyri og gróður mjög þurr.

Eldurinn kviknaði á grónu svæði austan Hlíðarbrautar, vestan við háskólann. Um tíma voru íbúar í Efri brekkunni á Akureyri beðnir um að loka gluggum vegna mikils reyks.

Tilkynning barst lögreglu klukkan 20:30 í gær vegna eldsins og var slökkvistarfið hafið um tíu mínútum eftir að tilkynning barst. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var svæðið sem brann um 200 fermetrar að stærð, 70-100 metrar á breidd en um þrír metrar á lengd. Slökkvilið kom á hárréttum tíma svo að ekki færi verr. Einn dælubíll og sjúkrabíll fór í verkefnið. Þetta kemur fram á vef fréttastofu RÚV.

Í samtali við fréttastofu RÚV segir lögregluþjónn að þótt svæðið sé ekki stórt sé auðvelt að missa tökin á gróðureldum og það hafi verið þeim til happs að tilkynning um eldinn barst snemma, áður en eldurinn náði að breiðast út um of.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó