Origo Akureyri

Guðjón Kristjánsson valinn sérfræðingur ársins 2018

Guðjón Kristjánsson.

Guðjón Kristjánsson, forstöðulæknir á Sjúkrahúsinu á Akureyri hlaut á dögunum viðurkenningu frá félagsmönnum FAL, Félag almennra lækna, sem „sérfræðingur ársins 2018“. Guðjón var tilnefndur af fjölmörgum aðilum hópsins og sigraði svo kosninguna með töluverðum yfirburðum og tók við verðlaununum á árshátíð FAL 14. apríl sl.

Viðurkenningin er veitt fyrir framúrskarandi störf við kennslu og handleiðslu almennra lækna.

,,Þetta eru gleðitíðindi fyrir okkur öll, fyrir Guðjón persónulega og ekki síst ákveðin viðurkenning og hvatning fyrir SAk sem kennslusjúkrahús. Við óskum Guðjóni innilega til hamingju með þessa viðurkenningu,“ segir í tilkynningu frá Sjúkrahúsinu á Akureyri.

UMMÆLI